/

Deildu:

Rory McIlroy prýðir umslag nýjasta leik EA Sports.

Norður-Írinn Rory McIlroy hefur tekið við af Tiger Woods sem andlit PGA Tour tölvuleiksins sem EA Sports gefur út árlega. Woods hefur prýtt umslag leiksins undanfarin 15 ár.

McIlroy er í efsta sæti heimslistans og hefur unnið þrjú risamót, þar af tvö á síðasta ári. Woods hefur aftur á móti glímt við töluverð meiðsli síðustu mánuði og stendur nú í 87. sæti heimslistans.

Samstarf EA Sports og Woods lauk árið 2013 og sama ár kom leikurinn út síðast. Leikurinn verður nú gefinn út með nafni Rory McIlroy og kemur út í júní í sumar.

Deildu:

Auglýsing