/

Deildu:

Auglýsing

Veðrið lék aðalhlutverk á Íslandsmóti 35 ára og eldri í Vestmannaeyjum í dag. Strax í morgun var ræsingu frestað vegna veðurs, fyrst til kl 12:00 og svo til kl 14:00.  Kylfingar voru ræstir út á fyrsta og tíunda teig kl 14:00 en verður hafði lagast til muna frá því um morguninn. Allt gekk vel í fyrstu eða þangað til þokan tók öll völd á vellinum sem varð til þess að mótstjórn stöðvaði leik enda skyggni ekkert.  Nokkur holl höfðu þegar klárað að spila og stendur skor þeirra eftir daginn, þeir kylfingar sem áttu eftir að klára hefja leik að nýju kl 7:00 í fyrramálið. Rástímar fyrir þriðja og síðasta hring verða birtir strax og öðrum hring lýkur í fyrramálið.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ