Auglýsing

Páll Sævar Guðjónsson er vel þekktur sem kynnir á helstu íþróttaviðburðum landsins og þá sérstaklega á landsleikjum hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Páll Sævar verður í nýju hlutverki á Hlíðavelli á meðan Íslandsmótið í golfi 2020 fer fram. Páll Sævar kynnir þar leikmenn á 1. teig og dagarnir verða langir hjá Palla því fyrsti ráshópur fór af stað kl. 7.30 í morgun og síðustu keppendurnir fara af stað um kl. 16 síðdegis. 

„Ég fékk golfsett í afmælisgjöf þegar ég var 40 ára árið 2010 Ég byrjaði af krafti á þeim tíma en varð að taka mér frí vegna alvarlegra veikinda. Árið 2014 fékk ég inngöngu í Nesklúbbinn og golfbakterían hefur algjörlega náð tökum á mér. Ég spila eins mikið og hægt er. Ég hlakka til að vera kynnir á Íslandsmótinu – þetta er gert til að skapa skemmtilegri stemningu fyrir keppendur og gesti mótsins.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ