Frá 11. flöt á Korpúlfsstaðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Reykjavík Junior Open 2021 fer fram 5. september á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/Áinn). Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og punktakeppni.

Keppt verður í átta flokkum og verða veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki í höggleik auk flestra punkta í hverjum flokki.

Skráning í mótið er hafin og er mótsgjaldið 4.000 kr. Mótsgjald greiðist við skráningu.

Smelltu hér til að skrá þig.

Skráningu lýkur á hádegi 2. september og verða rástíma fyrir mótið birtir kl. 12.00 laugardaginn 4. september.

Innifalið í mótsgjaldi er:

  • 50 upphitunarboltar í Básum fyrir keppnishring
  • 50 æfingaboltar í Básum eftir keppnishring
  • Æfingahringir fyrir keppendur eru fimmtudaginn 2. september frá kl.15:05 til 16:05, fimmtudaginn 3. september frá kl.15:05 til 16:05 og laugardaginn 4. september frá kl.14:06 til 15:05. Kylfingar þurfa að hafa samband símleiðis í síma 585-0200 eða sent tölvupóst á harpa@grgolf.is til að bóka rástíma.
  • Glæsileg teiggjöf
  • Laugardaginn 5. september mun ÍSAM vera með demódag fyrir keppendur í Básum frá kl.10-14. Ætlunin er að kynna fyrir þátttakendum mikilvægi þess að fara reglulega í kylfumælingar (fittings) með því að tryggja að sérfræðingur á þessu sviði verði á staðnum keppendum til aðstoðar. Nánar tilkynnt síðar.
  • Verðlaunaafhending verður haldin eftir lok leiks hjá hverjum flokki.

Mótið er flokkaskipt eftir aldri og kyni, keppt verður í eftirfarandi keppnisflokkum:

14 ára og yngri stelpur – Rauðir teigar – 18 holur  –  Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur.

14 ára og yngri strákar – Bláir teigar – 18 holur – Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur.

15 – 16 ára stelpur – Bláir teigar – 18 holur –  Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur.

15 – 16 ára strákar – Gulir teigar – 18 holur – Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur.

17 – 18 ára stúlkur – Bláir teigar – 18 holur –  Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur.

17 – 18 ára piltar – Hvítir teigar – 18 holur – Höggleikur og punktakeppni – Hámark 21 keppendur

19-21 árs stúlkur – Bláir teigar – 18 holur – Höggleikur og punktakeppni – Hámark 9 keppendur

19-21 árs piltar – Hvítir teigar – 18 holur – Höggleikur og punktakeppni – Hámark 9 keppendur

Verði ekki full skráning í flokk er hægt að fjölga í öðrum flokkum þannig að heildar fjöldi keppenda verði 144.

Hlökkum til að taka á móti ungu kylfingum landsins!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Frá 11 flöt á Korpúlfsstaðavelli Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ