Samstarfsaðilar
Frá Grafarholtsvelli.

Reykjavík Junior Open 2020 fer fram á Grafarholtsvelli dagana 18.-19. júlí. Stóð til að flokkar 17-18 ára og 19-21 árs léku 18 holur föstudaginn 17. júlí, en þeirri umferð hefur verið aflýst vegna veðurs. Allir flokkar munu því leika 18 holur á laugardag og 18 holur á sunnudag.

Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur og er mótið það þriðja í röðinni á Unglingamótaröð GSÍ 2020.

Keppt verður í átta flokkum og verða glæsileg verðlaun veitt fyrir 1. – 3. sæti í hverjum flokki. Veitt verða verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut alla keppnisdagana.

Skor, rástímar og úrslit eru hér.

Deildu:

Auglýsing