/

Deildu:

Auglýsing

Golfþingið 2019, sem fram fór dagana 22. – 23. nóvember s.l. var vel sótt og kraftmiklar umræður fóru fram um ýmis málefni að venju.

Í ársreikningi GSí, sem Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri GSÍ kynnti á golfþinginu, kom skýrt fram að rekstur golfsambandsins er í góðu jafnvægi og eigið fé GSÍ nemur nú 43,8 milljónum kr.

Stefna GSÍ í fjármálum er að eigið fé verði ekki lægra en 20% af heildargjöldum á hverjum tíma en þó aldrei lægra en 40 m.kr.

Í kynningu Kristínar kom m.a. fram að áætlað er að félagagjöld til GSÍ hækka um 200 kr. milli áranna 2019 og 2020 og 200 kr. milli áranna 2020 til 2021. Gert er ráð fyrir 1 % fjölgun félaga milli ára í samræmi við hugmyndir í stefnumótun. Það er meðvituð áætlun að reka GSÍ með 2,5 milljón króna tapi árið 2020 vegna mikilvægra verkefna í upphafi stefnumótunartímabilsins og ganga þannig á eigið fé Golfsambandsins þar sem eigið fé í byrjun tímabilsins er 43,8 milljónir króna í stað þess að hækka félagagjöld.

<strong>Kristín Guðmundsdóttir <strong>

Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 5.100 krónur í félagagjald til Golfsambandsins og 100 kr. í grasvallarsjóð. Þótt kylfingur sé skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til Golfsambandsins og sér aðalklúbbur hans um að innheimta gjaldið. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins.

Árið 2019 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu tæplega 81 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á 67 milljónir og fyrirtækjum upp á 51 milljónir. Tekjur sambandsins voru því rúmlega 203 milljónir árið 2019 en rekstrargjöld voru rétt rúmlega 202 milljónir kr.

Tekjur sambandsins af félagagjöldum hækkuðu um 6,5 milljón og tekjur frá samstarfsaðilum lækkuðu um 14 milljónir milli ára. En á móti jukust styrkir frá afrekssjóði ÍSÍ og öðrum opinberum aðilum um 9 milljónir.

Hér að neðan er einföldun og sundurliðun tekna og gjalda í þúsundum króna úr ársreikningi GSÍ fyrir árið 2019.

Árskýrsla GSÍ fyrir árið 2019 er að finna hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ