/

Deildu:

Auglýsing

Í ársskýrslu stjórnar GSí og ársreikningum kemur fram að besta ár golfhreyfingarinnar frá upphafi er nú að líða undir lok. Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin ár er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Hagnaður sambandsins á árinu var um tæpar 15 milljónir króna og heildarvelta 187 milljónir króna, samanborið við 182 milljónir króna á síðasta ári.

Ársskýrsluna má lesa í heild sinni með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Í dag eru skráðir kylfingar 17.024 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar rúmlega 23.000 talsins.

Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir smávægilegum hagnaði á árinu en árangurinn fór fram úr væntingum. Hagnaður sambandsins á árinu var um tæpar 15 milljónir króna og heildarvelta 187 milljónir króna, samanborið við 182 milljónir króna á síðasta ári. Það felur í sér um 5 milljóna króna (3%) veltuaukningu milli ára. Stjórn sambandsins er afar stolt af þessum árangri, sem rekja má til fjölgunar félagsmanna í hreyfingunni, mikillar vinnu við öflun nýrra samstarfsaðila og töluverðs aðhalds í rekstri sambandsins.

Stjórnarmenn sambandsins tóku virkari þátt í fjáröflun sambandsins en áður hefur þekkst og bar það árangur. Þá er gaman að segja frá því að um 15 milljónir króna hafa safnast til hreyfingarinnar frá opinberum aðilum á síðustu tveimur árum, bæði í tengslum við Íslandsmótið í golfi og Evrópumót kvennalandsliða. Þetta eru fjármunir sem ekki hafa áður verið sóttir af golfhreyfingunni til opinberra aðila en þeir hafa komið sér virkilega vel í metnaðarfullu starfi hreyfingarinnar.

Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að við höfum nú náð því markmiði. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung.

Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands okkar helsti bakhjarl í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öfluga bakhjarla, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Aðrir megin samstarfsaðilar sambandsins eru Ölgerðin, Síminn, Borgun, Securitas, Bernhard, Nýherji, KPMG, Vörður, Icelandair. Auk þess hefur sambandið átt gott samstarf við Altis, Margt Smátt, Áberandi og Íslensk-Ameríska.

Hér fyrir neðan má skoða ársreikninginn sem var samþykktur á golfþingi 2017.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ