/

Deildu:

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Auglýsing

Reglugerð fyrir val á keppendum í landslið eldri kylfinga árið 2017 hefur verið gefin út og fylgir hér með. Reglugerð fyrir 50 ára og eldri er í vinnslu með GSÍ og verður gefin út fljótlega.

 1. gr.

Stjórn Landssamtaka eldri kylfinga velur landslið eldri kylfinga í samræmi við stig áunnin á Öldungamótaröðinni á almanaks árinu áður en keppni fer fram.

 1. gr.

Í flokki kvenna 50 ára og eldri er valið landslið kvenna með 5 einstaklingum til þátttöku í móti ESLGA, Marisa Sgaravatti Trophy.

Í flokki karla 55 ára og eldri eru valin tvö landslið með 6 einstaklingum í hvoru liði til þátttöku í móti ESGA. A-lið án forgjafar og B-lið með forgjöf.

Í flokki karla 70 ára og eldri er valið eitt landslið. Þrír efstu leikmenn í stigaútreikningi án forgjafar og þrír efstu leikmenn með forgjöf veljast í liðið sem leikur í móti ESGA.

Leikinn er höggleikur í öllum flokkum.

 1. gr.

Einstaklingur sem nær aldri áður en keppni liðsins er sett, hefur íslenskan ríkisborgararétt, er félagi í íslenskum golfklúbbi og er áhugamaður í golfi á kost á að verða valinn í landslið eldri kylfinga.

 1. gr.

Konur sem keppa um landsliðssæti skulu leika af bláum teigum, eða sambærilegum, bjóði viðkomandi völlur upp á bláa teiga, annars skal leikið af fremri teigum. Karlar leika af gulum teigum, eða sambærilegum.

 1. gr.

Fyrir landslið gildir að ef kylfingur sem áunnið hefur sér rétt til landsliðssætis, afsalar sér þeim rétti flyst rétturinn til þess sem næstur stendur að árangri á Öldungamótaröðinni og gengur svo áfram uns landslið er að fullu skipað.

Allir landsliðsmenn skulu staðfesta að þeir treysti sér til að standast keppnisskilmála þeirra móta sem landslið tekur þátt í og að þeir séu tilbúnir til að greiða hluta ferðakostnaðar í samræmi við ákvörðun stjórnar LEK.

 1. gr.

Stjórn LEK sker úr ágreiningi sem upp kann að koma varðandi stigamótin og val í landslið. Þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja.

 1. gr.

Stig eru ekki gefin þeim keppendum sem nota hjól eða golfbíl.

 1. gr.

Konur sem valdar eru í landslið fyrir mót ESLGA skulu ekki hafa lægri forgjöf en 6,5.

Karlar 55 ára og eldri sem leika með forgjöf skulu ekki hafa hærri grunnforgjöf en 16 og karlar 70 ára og eldri ekki hærri grunnforgjöf en 20.

 1. gr.

Stig úr 6 bestu stigamótum hvers einstaklings á Öldungamótaröðinni telja. 30 efstu í hverju móti fá stig. Aðeins eru gefin stig þeim sem skráðir eru í viðkomandi flokk. Notuð er sama stigatafla og á Öldungamótaröðinni.

 1. gr.

Ef tveir eða fleiri eru jafnir skal sá valinn sem efstur hefur orðið í fleiri mótum og ef þeir eru enn jafnir þá skal sá valinn sem hefur lægra meðalskor úr stigamótunum. Fáist ekki úrslit með þessu móti ræður hlutkesti.

 1. gr.

Að öðru leyti gildir reglugerð Öldungamótaraðarinnar, reglugerð GSÍ um stigakeppni og móta- og keppnisreglur GSÍ.

Þannig samþykkt af stjórn LEK í apríl 2017.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ