Site icon Golfsamband Íslands

Ragnhildur keppir á LET Access móti á Ítalíu

Ragnhildur Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2023, keppir á Lombardia Ladies Open, sem fram fer dagana 5.-7. október.

Keppt er á Varese vellinum á Ítalíu og er mótið hluti af LET Access mótaröðinni, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í kvennaflokki.

Mótið á Ítalíu er 10. mótið á þessu tímabili hjá Ragnhildi á LET Access mótaröðinni. Þetta tímabil er það fyrsta hjá GR-ingnum sem atvinnukylfingur.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Exit mobile version