Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði í einstaklingskeppni á háskólamóti með liði sínu Eastern Kentucky í Bandaríkjunum. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn fagnar sigri á háskólamóti á þessu tímabili.

Í liðakeppninni endaði Eastern Kentucky liðið í öðru sæti – tveimur höggum á eftir Wofford College.

Ragnhildur byrjaði ekki vel á mótinu en hún lék fyrsta hringinn á 78 höggum (+7) og var hún í 27. sæti á þeim tímapunkti í mótinu. Í kjölfarið lék hún næstu tvo hringi á -2 samtals eða 70 höggum á báðum hringjunum. Hún lauk því leik á 218 höggum eða +5 samtals og var einu höggi betri en Praew Nontarux sem leikur með USC Upstate skólanum.

Eins og áður segir er þetta annar sigur Ragnhildar á tímabilinu en hún sigraði einnig á Missouri’s Johnie Imes Invitational mótinu. Ragnhildur hefur endað í 2. sæti á tveimur mótum á tímabilinu.

Keppnin fór fram á The Cliffs at Walnut Cove vellinum í Arden, Norður-Karólínu. Alls tóku 13 skólar þátt en keppnisvöllurinn er 5.430 metrar að lengd.

Framundan er keppnishlé hjá EKU og Ragnhildi. Næsta mót fer fram um miðjan febrúar 2022.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ