/

Deildu:

Auglýsing

A-landsliðshópur kvenna í golfi lék í gær 36 holur á úrtökumóti um eitt öruggt sæti í A-landsliðinu á þessu tímabili. Leikið var á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi þar sem Evrópumeistaramót kvenna fer fram 5.-9. júlí n.k.

Alls léku 10 kylfingar í gær en síðari hluti úrtökumótsins fer fram um miðja næstu viku þar sem leiknar verða 36 holur á tveimur dögum, samtals 72 holur.

Staðan eftir 36 holur í úrtökumótinu er þessi en par Urriðavallar er 71 högg.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (72-73) 145 högg (+3)
Berglind Björnsdóttir, GR (76-75) 151 högg (+9)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-76) 151 högg (+9)
Anna Sólveig Snorradóttir, GK (76-76) 152 högg (+10)
Helga Kristín Einarsdóttir, GK (77-78) 155 högg (+13)
Karen Guðnadóttir, GS (77-80) 157 högg (+15)
Særós Eva Óskarsdóttir (GKG) (79-81) 160 högg (+18)
Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (84+79) 163 högg (+21)
Heiða Guðnadóttir, GM (85-78) 163 högg (+21)
Jódís Bóasdóttir, GK (85-81) 166 högg (+24)

urtökumotkvennaIMG_4178 urtökumotkvennaIMG_4175

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ