Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

„Ættarmót“ í Leirunni –

Ragnheiður Sigurðardóttir úr GKG keppti á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni á sama tíma og synir hennar, Ragnar Már og Sigurður Arnar Garðarssynir. Það er ekki oft sem slíkt gerist á mótaröð þeirra bestu. Sigurður Arnar er fæddur árið 2002 og er því 15 ára gamall, Ragnar Már er fæddur árið 1995 og er því 22 ára, og Ragnheiður er fimmtug. Sigurður Arnar endaði í 14. sæti af alls 80 keppendum og Ragnar Már varð annar á eftir Fannari Inga Steingrímssyni.
Samkvæmt þeim heimildum sem Golf á Íslandi hefur aflað sér þá er þetta í fyrsta sinn sem móðir keppir á Eimskipsmótaröðinni ásamt tveimur börnum sínum.

Guðni Vignir Sveinsson lék á Eimskipsmótaröðinni á sama tíma og dætur hans, Heiða og Karen Guðnadætur.

Sigurður Pétursson lék einnig á Eimskipsmótaröðinni á sama tíma og Pétur Óskar sonur hans og Hanna Lilja dóttir hans.

Eflaust eru fleiri dæmi um slíkt og má koma með þær ábendingar í tölvupósti á seth@golf.is 

Sigurður Arnar Garðarsson GKG Myndsethgolfis
Ragnar Már Garðarsson GKG Myndsethgolfis
Ragnheiður Ragnarsdóttir GKG Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ