Ragnar Már Garðarsson

Það var mikil spenna á lokakeppnisdeginum á Nettómótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Hinn 19 ára gamli Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék frábært golf á síðustu 9 holunum og tryggði fyrsta sigurinn á Eimskipsmótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -2 og samtals var hann á 244 höggum eða 4 höggum yfir pari vallar. Hann sigraði með tveggja högga mun en Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness og Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur voru jafnir í öðru sæti á +6 samtals.

Lokahringurinn var viðburðaríkur þar sem að Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á um að vera í efsta sæti á lokahringnum. Þegar sex holum var lokið hafði Andri Þór náð tveggja högga forskoti en Ragnar lék síðari 9 holurnar á þremur höggum undir pari vallar og það dugði til sigurs.

„Vonandi verður þetta áfram svona gaman – þetta er góð reynsla og gefur mér meira sjálfstraust,“ sagði Ragnar Már.

1. Ragnar Már Garðarsson, GKG (76-74-70) 220 högg (+4 samtals)
2.-3. Bjarki Pétursson, GB (77-72-73) 222 högg (+6 samtals)
2.-3. Andri Þór Björnsson, GR (75-75-72) 222 högg (+6 samtals)
4.-5. Kristján Þór Einarsson, GKj. (80-74-69) 223 högg (+7 samtals)
4.-5. Haraldur Franklín Magnús, GR (76-75-72) 223 högg (+7 samtals)
6.-9. Rúnar Arnórsson, GK (77-77-71) 225 högg (+9 samtals)
6.-9. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (79-75-71) 225 högg (+9 samtals)
6.-9. Gísli Sveinbergsson, GK (78-77-71) 225 högg (+9 samtals)
9. Stefán Þór Bogason, GR (78-77-71) 226 högg (+10 samtals)
10. Andri Már Óskarsson, GHR (80-72-75) 227 högg (+11 samtals)

Eimskipsmótaröðin 2014:

24.-25. maí Hólmsvöllur – Golfklúbbur Suðurnesja (54 holur)
30. maí-1. júní Strandavöllur – Golfklúbbur Hellu (54 holur)
13. -15. júní Hamarsvöllur – Golfklúbbur Borgarness (54 holur)
27.-29. júní Hvaleyrarvöllur – Golfklúbburinn Keilir / Íslandsmót í holukeppni
24.-27. júlí  Leirdalsvöllur – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar / Íslandsmótið í höggleik
15.-17. ágúst Garðavöllur – Golfklúbburinn Leynir (54 holur)
30.-31. ágúst Jaðarsvöllur – Golfklúbbur Akureyrar (54 holur)

Deildu:

Auglýsing