Auglýsing

Á ársþingi HSÞ 12. mars sl. var Ragnar Emilsson frá Golfklúbbi Húsavíkur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.

Ragnar hefur sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir klúbbinn í gegnum tíðina, átt frumkvæði að endurbótum og framkvæmdum og unnið mikið starf við uppbyggingu á starfsemi klúbbsins.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ afhenti Ragnari heiðursviðurkenninguna á þinginu.

<strong>Ragnar og Andri MyndÍSÍ<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ