/

Deildu:

Auglýsing

Þing Golfsambands Íslands verður haldið dagana 24.-25. nóvember 2017. Þingið fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík.

Athygli er vakin á þeirri nýbreytni að þingsetningin fer fram á föstudeginum 24. nóvember. Nefndir starfa fram eftir föstudagskvöldinu 24. nóvember og stefnt er að því að ljúka nefndarstörfum á þeim degi.

Golfþinginu lýkur laugardaginn 25. nóvember.

Þau gögn sem lögð verða fram á Golfþinginu er að finna hér fyrir neðan en stefnt er að því að þingið sé rafrænt. Það er mikilvægt að fulltrúar mæti með búnað á þingið – s.s. fartölvur, spjaldtölvur, farsíma en rafræn gögn verða aðgengileg á sérstakri síðu á meðan þingið fer fram.

Dagskrá​ ​golfþings: staðsetning: Laugardalshöll
Tímasetning: Föstudagurinn 24. nóvember kl.​ ​16:00
Gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ.
1. Þingsetning
2. Innganga nýrra golfklúbba
3. Kosning í þriggja manna í kjörbréfanefnd
4. Kosning fyrsta og annars þingforseta
5. Kosning fyrsta og annars þingritara
6. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína
7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga GSÍ
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
9. Skipað í starfsnefndir þingsins.
10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um félagagjöld.
11. Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum fyrirvara.
12. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar
13. Nefndir starfa fram eftir kvöldi.

Staðsetning: Laugardalshöll
Tímasetning: Laugardagur 25. nóvember
Kl.​ ​9:00 Morgunverður
Kl.​ ​9.15 Niðurstöður viðhorfskönnunnar Gallup kynntar
Kl.​ ​10:00 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá
14. Nefndaálit og tillögur. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og
framkomin mál.
15. Önnur mál.
Kl.12:30 Hádegisverður,

Samskipti við sveitarfélög. Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastóri GL.
Edwin Roald, arkitekt.
Ólafía Þ. Kristinsdóttir situr fyrir svörum um lífið sem atvinnukylfingur

Kl.​ ​14:30 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá

16. Álit kjörnefndar
17. Kosning stjórnar sbr. 9. gr.
18. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara
19. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í áfrýjunardómstól GSÍ. Kosning
þriggja manna í dómstól GSÍ. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í
áhugamennskunefnd, aganefnd, dómaranefnd og forgjafar- og
vallarmatsnefnd.
20. Kosning fimm manna í kjörnefnd, sbr. 6. mgr. 5. gr.
21. Kosning fulltrúa og varafulltrúa GSÍ á Íþróttaþing ÍSÍ árið sem Íþróttaþing fer
fram, skv. lögum ÍSÍ.
22. Þingslit.

Í boði verða veitingar á meðan þinginu stendur.

Dagskráin er hér: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ