Auglýsing

PGA á Íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.

Framkvæmdastjóri PGA sér meðal annars um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við CPG (samtök alþjóðlegra PGA samtaka).

Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðastjórnun og hann er verkefnastjóri PGA golfkennaraskólans.

Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri.

Helstu verkefni PGA á Íslandi eru:

  • Stelpugolf
  • PGA ProAM
  • Golfsýningin
  • Golfkennaraskóli PGA á Íslandi
  • Endurmenntunarviðburðir

Um PGA á Íslandi

Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 og er megintilgangur samtakanna að stuðla að framgangi golfíþróttarinnar á Íslandi. Í ársbyrjun 2021 voru félagsmenn 88 talsins.

PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann, sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi.

Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 24. mars 2021. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ