Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, stigameistari í flokki 15-16 ára. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, frá Golfklúbbi Reykjavíkur, tók þátt á mjög sterku alþjóðlegu móti í Frakklandi sem fram fór dagana 14.-18. apríl.

Mótið heitir French International Lady Juniors Championship og voru keppendur 21 árs og yngri.

Perla Sól, sem er fædd árið 2006, var á biðlista fyrir mótið en komst inn á keppendalistann skömmu fyrir mótið.

Eins og áður segir var styrkleiki mótsins mjög hár en 70 af 100 keppendum mótsins eru á meðal 1000 efstu á heimslista áhugakylfinga. Forgjöf keppenda var einnig mjög lág en 91 af 100 keppendum er með + forgjöf.

Keppnisfyrirkomulagið var 36 holu höggleikur og komust 32 efstu í næstu umferð þar sem að holukeppni tók við af höggleiknum.

Perla Sól var því á meðal þeirra yngstu á keppendalistanum en hún lék samtals á +10 eða 75 og 77 höggum og endaði hún í 79. sæti.

Amalie Leth-Nissen stóð uppi sem sigurvegari en hún sigraði Paula Martin Sampedro frá Spáni í úrslitaleiknum 5/3.

Úrslit mótsins eru hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ