Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, með Íslandsmeistarabikar kvenna í Vestmannaeyjum 2022. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Perla Sól Sigurbrandsdóttir fór upp um 39 sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki þegar listinn var uppfærður í dag. Perla Sól tryggði sér um s.l. helgi Íslandsmeistaratitilinn í golfi og í lok júlí fagnaði hún Evrópumeistaratitlinum í flokki stúlkna 16 ára og yngri.

Hún er í sæti nr. 255 og er það besti árangur hennar á listanum frá upphafi. Hún er með bestan árangur þessa stundina hjá íslenskum áhugakylfingum á heimslistanum.

Á þessu ári hefur hin 15 ára gamli kylfingur úr GR farið upp um rúmlega 1340 sæti á heimslistanum Hún var í sæti nr. 769 í apríl á þessu ári og í sæti nr. 1633 í byrjun ársins.

Með þessu risastökki á heimslistanum á þessu ári hafa opnast nýir möguleikar fyrir Perlu Sól hvað varðar þátttöku á sterkum áhugamannamótum.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í sæti nr. 329, Sara Kristinsdóttir, GM er í sæti nr. 663 og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og Íslandsmeistari í golfi 2021, er í sæti nr. 770. Saga Traustadóttir, GKG, fer upp um tæplega 500 sæti í þessari viku en hún var í sæti nr. 1011 en er í 483. sæti núna.

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ