/

Deildu:

Auglýsing

Pamela Ósk Hjaltadóttir og Gunnlaugur Árni Sveinsson sigruðu á GJG Spring Junior mótinu sem fram fór í Portúgal dagana 27.-30. mars. Þetta var annar sigur Gunnlaugs Árna í röð á þessari alþjóðlegu unglingamótaröð – en fyrsti sigur Pamelu.

Mótið fór fram á Aroeira Pines vellinum rétt við höfuðborgina Lissabon. Aðstæður voru erfiðar á meðan mótið fór fram þar sem að veðrið lék stórt hlutverk.

Alls tóku fjórir íslenskir keppendur þátt á þessu móti sem er hluti af Global Junior mótaröðinni þar sem að keppendur sem eru yngri en 23 ára reyna fyrir sér. Keppt í nokkrum aldursflokkum hjá piltum og stúlkum.

Lokastaðan er hér:

Gunnlaugur Árni lék á 225 höggum (+9) (76-78-71) og sigraði hann með átta högga mun.
Pamela Ósk lék á 235 höggum (+19) (81-77-77) og sigraði hún með tveggja högga mun.
Guðjón Frans Halldórsson endaði í 14. sæti á 242 höggum (+26) (74-83-85).
Hjalti Kristján Hjaltason endaði jafn í 19. sæti á 247 höggum (+31) (83-82-82).

Gunnlaugur Árni og Guðjón Frans eru í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og landsliðshóp Íslands. Pamela Ósk og Hjalti Kristján eru systkini og eru þau í Golfklúbbi Mosfellsbæjar, og þau eru einnig í landsliðshóp Íslands.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ