Site icon Golfsamband Íslands

Páll Sveinsson segir sig úr stjórn GSÍ

Páll Sveinsson, formaður Golfklúbbs Selfoss, hyggst ekki hefja störf sem stjórnarmaður GSÍ þrátt fyrir að hafa verið kjörinn til þess á golfþingi sambandsins í nóvember síðastliðnum. Páll tók þessa ákvörðun eftir að hafa verið kjörinn formaður Golfklúbbs Selfoss þann 12. desember síðastliðinn. Páll taldi betra að verja starfskröftum sínum á einum vettvangi fremur en að dreifa þeim á fleiri. Til hans hafi verið leitað að taka við formennsku GOS eftir kjörið í stjórn GSÍ og að gefnu samráði við stjórn GSÍ hafi Páll tekið þessa ákvörðun.

Exit mobile version