/

Deildu:

Auglýsing

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér yfirburða sigur á Smáþjóðaleikunum í golfi sem lauk í dag á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í einstaklingskeppninni – en hún lék á -1 samtals og var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Karen Guðnadóttir varð þriðja á +14 samtals og Sunna Víðisdóttir varð fjórða á +15 samtals.

Ísland lék samtals á +8 og sigraði með 33 högg mun en Mónakó varð í öðru sæti á +41 samtals, og Lúxemborg varð í þriðja sæti á +101 samtals.

Frá vinstri; Björgvin Sigurbergsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari, Karen Guðnadóttir, Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, Andri

Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum en þetta er í 16. sinn sem leikarnir fara fram og í annað sinn sem keppt er á Íslandi. Smáþjóðaleikarnir fóru fram í Reykjavík árið 1997.

Guðrún Brá lék lokahringinn á 77 höggum í dag en hún var á -6 eftir fyrstu þrjá hringina.

Lokastaðan í liðakeppninni:

Ísland 584 högg
Mónakó 617 högg
Lúxemborg 677 högg
Liechtenstein 686

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki:
Guðrún Brá Björgvinsdóttr, Ísland 287 högg -1 (69-71-70-77)
Sophie Sandolo, Mónakó 292 högg +4 (73-73-70-76)
Karen Guðnadóttir, Ísland 302 höggg +14 (77-73-75-77)
Sunna Víðisdóttir, Ísland 303 högg +15 (74-78-76-75)
Maria Creus Ribas, Andorra 323 högg +35 (77-88-81-77)
Sophie Halshall, Mónakó 331 högg (80-85-86-80)
Christine Tinner Rampone, Liechtenstein 333 högg (88-83-79-83)

11406665_992807244085160_8151356759629753078_oSunna Víðisdóttir: 
11402855_992807160751835_9194470114298096602_oKaren Guðnadóttir: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ