Henning Darri Þórðarson úr Golfklúbbnum Keili er í 12.-17. sæti á Opna ítalska áhugamannamótinu 16 ára og yngri. Hann lék annan hringinn af fjórum á 75 höggum eða +2 og er hann samtals á +6 (77-75). Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík er á +7 samtals í 18.-23. sæti (78-75). Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis er í 67.-72. sæti en hann er á samtals +16 (83-79).
/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar
Deildu:
Auglýsing
Deildu:
Minningarorð – Gunnar Kristinn Gunnarsson
13.09.2024
Fréttir
Inga Lilý hlaut aðalvinninginn í ár
12.09.2024
Fréttir