Íslandsbankamótaröðin 2017, Hella
Auglýsing

Opið er fyrir skráningu í fyrstu mót ársins á Íslandsbankamótaröðinni 2018 og einnig á Áskorendamótaröðinni. Þetta eru mótaraðir fyrir börn og unglinga. Athygli er vakin á því að dagsetningar á mótaskrá sem birt var í tímaritinu Golf á Íslandi nýverið voru ekki allar réttar. Beðist er velvirðingar á því.

Keppt er á Strandarvelli á Hellu á Íslandsbankamótaröðinni og er hægt að skrá sig hér. Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.

Keppt verður á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbnum í Hveragerði á Áskorendamótaröðinni. Nánari upplýsingar um 18 holu mótið má nálgast hér og upplýsingar um 9 holu mótið eru hér.

Áskorendamótaröðin er hugsuð sem fyrstu skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Markmiðið er að hafa gaman og aðaláherslan lögð á að læra leikinn og mismunandi leikform hans. Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í að gera þessi mót sem skemmtilegust fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.

Maí

25-27 Íslandsbankamótaröðin (1) Strandarvöllur, GHR
26 Áskorendamótaröð Íslandsbanka (1) Gufudalsvöllur, GHG

 

Júní

1-3 Íslandsbankamótaröðin (2) Korpúlfstaðavöllur, GR
2 Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2) Korpúlfstaðavöllur, GR

 

22-24 Íslandsbankamótaröðin (3) – Íslandsmót í höggleik Hólmsvöllur, GS
23 Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3) Kálfatjarnarvöllur, GVS

 

Júlí

20-22 Íslandsbankamótaröðin (4) – Íslandsmótið í holukeppni Jaðarsvöllur, GA
21 Áskorendamótaröð Íslandsbanka (4) Arnarholtsvöllur, GHD

 

Ágúst

24-26 Íslandsbankamótaröðin (5) – Lokamót Leirdalsvöllur, GKG
25 Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5) – Lokamót Nesvöllur, NK

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ