/

Deildu:

Auglýsing

Ólöf María Einarsdóttir var á dögunum kjörinn íþróttamaður Dalvíkur 2015. Ólöf, sem er 15 ára gömul, sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni í sínum aldursflokki. Hún varð í öðru sæt á Íslandsmótinu í höggleik. Hún varð einnig stigameistari í 15-16 ára flokki kvenna á Íslandsbankamótaröðinni hjá Golfsambandi Íslands – þar sem hún sigraði á fjórum mótum af alls sex.

Hún varð einnig Norðurlandsmeistari og tók þátt í ýmsum verkefnum erlendis á vegum GSÍ. Þar á meðal Duke of York meistaramótinu sem er eitt sterkasta áhugamannamót í hennar aldursflokki á heimsvísu.

Hér má sjá frétt sem birt var á sjónvarpsstöðinni N4 en þar er rætt við Ólöfu Maríu

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ