Guðrún Brá og Berglind.
Auglýsing

Einstakur golfviðburður fer fram í dag föstudagnn 23. nóvember. Bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson mætast í einvígi í Las Vegas.

Þar keppa stórstjörnurnar í holukeppni og fær sigurvegarinn rúmlega 1,1 milljarð ísl. kr. í sinn hlut.

Einvígið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og einnig er hægt að kaupa sér aðgang að viðburðinum í gegnum myndlykilinn.

Rétt um 100 manns fá tækifæri að fylgjast með mótinu á keppnisvellinum í Las Vegas. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, verður í þeim hópi.

Ólafía Þórunn fékk boð að vera viðstödd í gegnum vinkonu sína Cheyenne Woods – sem er einnig atvinnukylfingur.

Cheyenne og Ólafía voru saman í háskólaliði Wake Forest á sínum tíma og eru því góðar vinkonur. Cheyenne er náfrænka Tiger Woods en faðir hennar og Tiger Woods eru bræður.

Cheyenne fékk miða frá frænda sínum á viðburðinni og bauð hún Ólafíu að taka þátt í ævintýrinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ