Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í dag önnur konan í íslenskri golfsögu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hafnaði á meðal 30 efstu í úrtökumóti í Marókkó og fær fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð.

Ólafía Þórunn lauk leik í 25. sæti í mótinu en hún lék hringina fimm samtals á fjórum höggum undir pari. Hún lék mjög vel í dag eða á 69 höggum (-3). Hún fékk fjóra fugla og einn skolla. Ólafía setti niður mjög góðan fugl á 9. braut, sem var lokahola hennar í dag, og gulltryggði þar með keppnisrétt á næstu leiktíð.

Lokastaðan í mótinu

Þetta eru sannkölluð tímamót í ferli Ólafíu Þórunnar sem var að ljúka sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. Hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik (2011 og 2014) og vann þar að auki nær allt sem hægt var að vinna á unglingaferli sínum. Ólafía er 23 ára gömul og framundan tekur við leiktíð á næst sterkustu mótaröð kvenna í atvinnugolfi.

Screen Shot 2015-12-22 at 17.47.43
Skorkortið hjá Ólafíu í dag á fimmta hring.

 

Eins og fyrr segir er Ólafía Þórunn annar kvenkylfingurinn til að ávinna sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Áður hafði Ólöf María Jónsdóttir úr Keili gert það árið 2004.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tók einnig þátt í úrtökumótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún er aftur á móti með fullan keppnisrétt á LET Acess mótaröðinni sem er B-mótaröð kvenna í Evrópu.

Golfsamband Íslands óskar Ólafíu Þórunni hjartanlega til hamingju með þetta afrek og óskar henni velfarnaðar á sterkustu mótaröð kvenna í Evrópu.

Ólafía Þórunn ásamt þeim kylfingum sem unnu sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna á næstu leiktíð. Mynd/LET
Ólafía Þórunn ásamt þeim kylfingum sem unnu sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna á næstu leiktíð. Mynd/LET
Valdís og ÓlafíaGolf
Valdís Þóra Jónsdóttir (t.v.) tók einnig þátt í úrtökumótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ