Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á parinu á öðrum keppnisdeginum á LPGA MEDIHEAL meistaramótinu sem hófst fimmtudaginn 26. apríl. Samtals lék Ólafía Þórunn á +5 (77-72). Þegar þetta er skrifað er Ólafía í 120. sæti og ólíklegt að hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Staðan.

Mótið er nýtt á keppnisdagskrá LPGA mótaraðarinn en leikið er á Merced Golf Club í Daly City í San Francisco.

Mótið er 72 holur og komast 70 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Alls eru 144 keppendur og margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks á þetta mót.

Ólafía Þórunn hefur keppt á sjö mótum á þessu tímabili. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls sex til þessa. Besti árangur hennar er 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór á Hawaii.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ