Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á fimmta og síðasta risamóti ársins sem fram fer í Frakklandi 14.-17. september. Það verður þriðja risamótið sem GR-ingurinn tekur þátt í á þessu tímabili. Frá þessu var greint á visir.is. 

Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikið hefur á risamóti en það gerði hún á KPMG PGA meistaramótinu í júní s.l. Hún komst inn á Opna breska meistaramótið í ágúst og í millitíðinni hafði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppt á Opna bandaríska meistaramótinu. Íslendingar hafa því verið á fjórum af alls fimm risamótum ársins á atvinnumótaröð kvenna.

Góður árangur hennar á síðasta LPGA móti í Portland tryggði Ólafíu Þórunni keppnisréttinn á Evian meistaramótinu. Ólafía var um tíma í 20. sæti á biðlista fyrir mótið og komst síðan upp í fimmta sæti á biðlistanum. Hún náði að komast inn á keppendalistann með því að enda í 39. sæti á síðasta LPGA móti í Portland. Ólafía keppir á LPGA móti í Indianpolis sem hefst á fimmtudaginn áður en hún fer yfir til Frakklands á Evian meistaramótið.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ