Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var á meðal keppenda á Cambia Portland Classic mótinu sem fram fer dagana 29. ágúst – 1. september.

Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari vallar eða 71-72 höggum. Það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún endaði í 89. sæti ásamt fleiri kylfingum en hún hefði þurft að leika á -3 samtals eða betur til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á 71 höggi eða höggi undir pari. Hún hóf leik á 10. teig og var á höggi yfir pari eftir 9 holur. Hún náði þremur fuglum á síðari 9 holunum og endaði á einum skolla. Ólafía var um miðjan hóp eða í 68. sæti.

Mótið í Portland er því áttunda mótið á tímabilinu hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni 2019. Hún hefur náð að komast í gegnum niðurskurðinn á einu móti á þessu tímabili þar sem hún endaði í 74. sæti.

Ólafía Þórunn hefur leikið á alls átta mótum á Symetra mótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjnum. Þar hefur hún komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum. Besti árangur hennar á árinu er 45. sæti.

LPGA mótaröðinni – úrslit hjá Ólafíu Þórunni:

Symetra mótaröðin – úrslit hjá Ólafíu Þórunni.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ