Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á Pure Silke LPGA mótinu á Bahamas. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir náði sínum þriðja besta árangri á LPGA mótaröðinni á Mar­at­hon Classic-mót­inu sem fram fór Ohio. Ólafía Þórunn lék gríðarlega vel á lokahringnum eða 67 höggum en hún var á pari vallar samtals eftir þrjá keppnisdaga.

Ólafía lék hringina fjóra á (71-70-72-67) 280 högg. Hún endaði í 45.-51. sæti og fékk fyrir árangurinn rúmlega 6.200 Bandaríkjadali eða tæplega 650.000 kr.

Ólafía keppir á LPGA móti í Skotlandi sem hefst á fimmtudaginn í Aberdeen.

Lokastaðan: 

Í byrjun júní náði Ólafía Þórunn sínum næst besta árangri á LPGA mótaröðinni þegar hún endaði í 36. sæti á Thornberry Creek mótinu. Besti árangur hennar er 30. sæti. Eins og staðan er núna er Ólafía Þórunn í 115. sæti stigalistans á LPGA mótaröðinni.

Hún þarf að vera á meðal 100 efstu í lok tímabilsins til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta tímabili.

Þeir kylfingar sem eru í sætum 101.-125 í lok tímabilsins fá takmarkaðann keppnisrétt á næsta tímabili en þurfa samt sem áður að fara í gegnum lokaúrtökumótið í desember.

  

 

 


 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ