/

Deildu:

Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær tækifæri á LPGA mótinu sem fram fer í þessari viku. Um er að ræða Thornberry Creek LPGA Classic sem fram fer í Wisconsin fylki.

Mótið er það fjórða á keppnistímabilinu hjá Ólafíu Þórunni á sterkustu atvinnumótaröð heims. GR-ingurinn hefur leikið nú þegar á þremur LPGA mótum en hún hefur ekki náð að komast í gegnum niðurskurðinn enn sem komið er.

Alls verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum og verður niðurskurður eftir 36 holur.

Mótið hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn en skorið verður niður á föstudaginn eftir tvo hringi.

Ólafía Þórunn tók þátt á þessu móti í fyrra og lék á -3 á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ