Ólafía Þórunn: Mynd/Tristan Jones
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru báðar á meðal keppenda á LET Evrópumótaröðinni í þessari viku. Mótið hófst á fimmtudag og heitir það Lacoste Ladies Open de France. Keppt er á Golf du Medoc – Chateaux Course.

Keppnishringirnir eru alls fjórir.

Skor keppenda er uppfært hér:

Ólafía Þórunn er í 7. sæti fyrir lokahringinn á -6 samtals (71-68-68)

Valdís Þóra er úr leik en hún lék á -3 á öðrum keppnisdeginum eða 68 höggum og bætti sig um 10 högg frá fyrsta hringnum sem hún lék á 78 höggum eða +7. Valdís endaði í 103. sæti.


Valdís Þóra er í 22. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi verður 11. mótið hjá Valdísi Þóru á þessu keppnistímabiliu á mótaröðinni. Besti árangur hennar er 3. sæti.

Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni samhliða keppnisrétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn er í 100. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Mótið í Frakklandi verður þriðja mótið á þessari leiktíð hjá Ólafíu á LET mótaröðinni.

Skor keppenda er uppfært hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ