Golfsamband Íslands

Ólafía Þórunn er úr leik á Hawaii

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik á LOTTE meistaramótinu á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék fyrsta hringinn á 81 höggi eða +9. Hún fékk 7 skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl (-1).

Á síðari hringnum náði hún að bæta sig verulega en það dugði ekki til. Ólafía lék á 73 höggum eða +1 og var á +10 samtals. Hún endaði í 97. sæti.

 

Hershey er styrktaraðili mótsins og fer það fram á Ko Olina vellinum á Hawaii. Mótið hófst 11. apríl og verða leiknir fjórir keppnishringir eða 72 holur á fjórum dögum.

 

 

Þetta er í 7. sinn sem mótið fer fram á þessum stað á LPGA mótaröðinni. Mótið er það sjötta á þessu tímabili hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum á þessu tímabili og besti árangur hennar er 24. sætið.

Í fyrra keppti Ólafía Þórunn á þessu móti á Hawaii. Hún lék á +7 samtals (76-75) og komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn.

Nánar um mótið hér:

Exit mobile version