/

Deildu:

Landslið
Auglýsing

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR) og Andrea Bergsdóttir (GKG) tóku þátt Opna írska meistaramótinu fyrir keppendur 18 ára og yngri. Keppt var á Roganstown Golf Club rétt utan við Dublin. Keppendur voru alls 114 á þessu móti sem er í háum styrkleikaflokki í þessum aldursflokki.

Skor keppenda er uppfært hér.

Að loknum öðrum keppnisdegi komast 50 efstu keppendurnir í gegnum niðurskurðinn. Keppt er í einstaklings – og liðakeppni á þessu móti.

Andrea náði góðum árangri og endaði í 9.-13. sæti. Hún lék á +13 samtals (74-77-75). Kajsa Arwefall frá Svíþjóð sigraði á +4 samtals. Andrea er í GKG en hún er í búsett í Gautaborg í Svíþjóð og leikur einnig með Hills golfklúbbnum.

Andrea Bergsdóttir. 

Jóhanna Lea er úr Golfklúbbnum í Reykjavík. Hún lék á +22 samtals á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR MyndEGA

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ