/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir/ Gabe Roux
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á +2 samtals á KIA-Classic mótinu á LPGA mótaröðinni. Ólafía komst naumlega í gegnum niðurskurðinn á pari vallar samtals eftir 36 holur. Á þriðja hringnum lék hún á -4 en hún lék á +6 á lokahringnum, (73-71-68-78) 290. Ólafía endaði í 76. sæti og fékk hún rúmlega 320.000 kr. í verðlaunafé.

Mótið fór fram í Carlsbad í Kaliforníu.

Ólafía hefur leikið á fjórum mótum á þessu tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á næstu tveimur mótum.

Ólafía Þórunn var fyrir þetta mót í 98. sæti á peningalistanum á LPGA og í 85. sæti á CME stigalistanum. Hún er í 183. sæti á heimslista atvinnukylfinga.

Staðan á mótinu. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ