Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 59. sæti á lokamóti LPGA mótaraðarinnar sem fram fór í Naples í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn lék hringina fjóra á 292 höggum eða +4 (70-74-76-72).

Ariya Jutanugarn frá Tælandi sigraði á þessu móti en hún lék á 15 höggum undir pari vallar (68-71-67-67).

Ólafía Þórunn endaði í 74. sæti á peningalistanum á þessu tímabili – en hún lék á alls 26 mótum. Ólafía Þórunn varð í 10. sæti hvað varðar nýliða ársins.

Staðan:

Alls kepptu 81 á lokamótinu og er Ólafía Þórunn í sæti nr. 80 á stigalistanum. Ólafía Þórunn er á sínu fyrsta ári á LPGA mótaröðinni og er hún því að keppa í fyrsta sinn á lokamótinu á stærstu atvinnumótaröð heims.

Á þessu ári hefur Ólafía Þórunn keppt á 26 mótum á LPGA mótaröðinni. Hún er örugg með sæti sitt á mótaröðinni á næsta tímabili og þarf hún  því ekki að fara á lokaúrtökmótið.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ