Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR leika þessa stundina á LETAS mótaröðinni í Belgíu. Ólafía lék á pari vallar í gær og er í 18. sæti en Valdís er í 38. sæti á +2 en hún fékk tvo fugla á lokholunum í gær og lagaði stöðu sína verulega.