/

Deildu:

Valdís Þóra og Ólaflía Þórunn. Mynd/GSÍ
Auglýsing
Keppnisréttur á LET Evrópumótaröðinni í Marokkó í boði fyrir 30 efstu kylfingana – Ísland með tvo glæsilega fulltrúa

[dropcap]Ó[/dropcap]lafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru á meðal keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Keppni hefst föstudaginn 18. desember og úrslitin ráðast þegar lokahringurinn fer fram þann 22. desember.

Mótaröðin er sú næst sterkasta á eftir LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra fer í gegnum úrtökumótið sem atvinnukylfingur en Ólafía er að reyna í annað sinn á ferlinum.

Nánari upplýsingar á vef LET Evrópumótaraðarinnar:

[quote_box_right]Íslensku kylfingarnir léku báðar á LETAS atvinnumótaröðinni á síðasta keppnistímabili og náðu þær báðar að enda í hópi 24 efstu á stigalistanum – sem tryggði þeim keppnisrétt á lokaúrtökumótinu[/quote_box_right]

Á lokaúrtökumótinu er keppt um 30 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Í fyrra endaði Ólafía í 89. sæti á lokaúrtökumótinu (73-74-77-75) en Valdís endaði í 94. sæti (76-76-76-72).

Leikið er á tveimur keppnisvöllum í Marokkó á lokaúrtökumótinu,  Amelkis vellinum og Samanah vellinum. Alls eru leiknir fimm 18 holu hringir en aðeins 60 efstu af alls um 120 keppendum á lokaúrtökumótinu leika fimmta hringinn sem jafnframt er lokahringur keppninnar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ