Ólafía slær hér úr glompu á Terre Blanche vellinu í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Lalla Meryam mótið fer fram í Marokkó og er leikið á Royal Dar Es Salam vellinum. Þetta er fyrsta mótið hjá Ólafíu á LET Evrópumótaröðinni á ferlinum.

Ólafía lék á 8 höggum yfir pari í dag eða 80 höggum. Hún er í 115. sæti og þarf að leika gríðarlega vel á öðrum hringnum til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Florentyna Parker frá Englandi er efst á -5 eftir fyrsta hringinn en alls eru 15 kylfingar sem léku undir pari vallar á fyrsta keppnisdeginum.,

Staðan í mótinu:

Þetta er fimmta mótið á keppnistímabilinu 2016 á LET Evrópumótaröðinni. Ólafía hefur leik kl. 12.25 að íslenskum tíma. Hún verður með tveimur spænskum keppendum í ráshóp fyrstu tvo dagana. Eftir 36 holur, eða tvo keppnisdaga, verður niðurskurður í keppendahópnum fyrir lokakeppnisdagana en alls eru leiknar 72 holur á fjórum dögum á LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía hefur leikið á tveimur mótum á þessu tímabili á LET Access atvinnumótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Hún er í 13. sæti á stigalistanum á LET Access eftir að hafa endaði í 24.-30. sæti á pari vallar á öðru mótinu sem fram fór í Sviss (72-69-75). Á fyrsta mótinu í Frakklandi endaði hún í 16. sæti á -1 samtals (74-72-72).

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ