30/11/2017 Ladies European Tour 2017: The Queens Presented by Kowa, Miyoshi Country Club. Nagoya, Japan. December 1-3 2017. Team LET : Felcity Johnson, Florentyna Parker, Holly Clyburn, Lee-Anne Pace, Carly Booth, Melissa Reid, Annabel Dimmock, Gwladys Nocera and Olafia Kristinsdottir. Credit: LET
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni með Evrópuúrvalinu á „Drottningarmótinu eða „The Queens.“ Ólafía var í hópi níu kylfinga sem eru á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar en alls kepptu fjögur úrvalslið á þessu móti sem fram fór í Japan.

Í lokaumferðinni gerði Ólafía jafntefli þar sem hún lék með Annabel Dimmock gegn Hannah Green og Whitney Hillier frá Ástralíu. Úrvalslið Evrópu tapaði 5-3 í lokaumferðinni í leik um þriðja sætið. Japanska úrvalsliðið hafði mikla yfirburði í úrslitaleiknum gegn Kóreu, 7-1.

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir lék gegn Sarah Kemp frá Ástr­al­íu í tví­menn­ingi á öðrum keppnisdeginum. Ólafía tapaði naumlega 2/1. Ólafía vann fyrstu holuna en það var í eina skiptið sem hún var yfir í leiknum. Þróun leiksins má sjá hér fyrir neðan.

Fyrir lokakeppnisdaginn er Suður-Kórea með 24 stig í efsta sæti, Jap­an er með 12 stig, Ástr­al­ía er í þriðja sæti með níu stig og Evr­ópa rek­ur lest­ina með sjö stig.

Ólafía Þór­unn keppti í fyrsta leiknum með Car­ly Booth frá Skotlandi.  Mót­herj­ar þeirra voru Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee frá Suður-Kór­eu. Ólafía og Booth töpuðu leiknum 4/3.

Heimasíða mótsins og úrslit: 

Á fyrsta keppnisdegi fara fram átta leikir í „four ball“ eða fjórbolta þar sem að tveir keppendur eru saman í liði og leika sínum bolta út holuna. Betra skor hjá liðinu telur á hverri holu. Á öðrum keppnisdegi fara fram níu tvímenningsleikir (singles) þar sem að tveir keppendur mætast í holukeppni og leika sínum bolta út holuna.

Samanlagður stigafjöldi frá fyrstu tveimur keppnisdögunum ræður síðan því hvaða lið mætast í úrslitaleiknum á þriðja keppnisdeginum. Liðin sem leika til úrslita keppa í fjórum leikjum þar sem fjórmenningur (foursome) verður notaður, en þar leika tveir keppendur saman í liði og leika einum bolta til skiptis. Sami háttur verður í bronsleiknum á þriðja keppnisdeginum.

Það sem vekur athygli er að keppni í tvímenningi verður á öðrum keppnisdegi en ekki á lokakeppnisdeginum.

Mótið fór fyrst fram árið 2015 þar sem að úrvalslið frá atvinnumótaröðum í Japan, Kóreu, Ástralíu og Evrópu keppa í liðakeppni sem er með svipuðu fyrirkomulagi og Solheim – og Ryderbikarinn.

Mótið fer fram á Miyoshi vellinum dagana 1.-3. desember og er Ólafía í hópi leikmanna sem valdir voru af LET Evrópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur atvinnukylfingur er í slíku úrvalsliði.

Evrópuliðið er þannig skipað: Gwladys Nocera (fyrirliði), Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Joanna Klatten, Holly Clyburn og Carly Booth.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að níu kylfingar skipa hvert lið. 2 stig fást fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

LET Evrópuliðið er þannig skipað:


Gwladys Nocera, Frakkland.
Fædd: 22.05, 1975
Atvinnukylfingur frá því í nóvember 2002.
LET sigrar: 14
Solheim-bikarinn: 4 (2005, 2007, 2009, 2015)
The Queens: 2 (2015, 2017)
Twitter: @GlaNocera

Mel Reid, England.
Fædd: 19.09.1987.
Atvinnukylfingur frá því í desember 2007
LET sigrar: 6
Solheim-bikarinn: 3 (2011, 2015, 2017)
The Queens: 2 (2015, 2017)
Twitter: @MelReidGolf

Florentyna Parker, England.
Fædd: 20.06.1989
Atvinnukylfingur frá janúar árið 2009.
LET sigrar: 3
Solheim-bikarinn: 1 (2017)
The Queens: 2 (2016, 2017)
Twitter: @FloryParker

Annabel Dimmock, England.
Fædd: 05.10.1996.
Atvinnukylfingur frá febrúar 2015.
Nýliði á The Queens.
Twitter: @AnnabelDimmock

Felicity Johnson, England
Fædd: 26.02.1987.
Atvinnukylfingur frá því í október 2006.
LET-sigrar: 2
Nýliði á The Queens.
Twitter: @FlicJohnsonGolf

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ísland
Fædd: 15.10.1992
Atvinnukylfingur frá september 2014.
Nýliði á The Queens.
Twitter: @OlafiaKri

Joanna Klatten, Frakkland
Fædd:02.03.1985
Atvinnukylfingur frá janúar 2011.
Nýliði á The Queens.
Twitter: @JoannaKlatten

Holly Clyburn, England
Fædd: 07.02.1991.
Atvinnukylfingur frá október 2012.
LET-sigrar: 1
Nýliði á The Queens.
Twitter: @HPClyburn

Carly Booth, Skotland.
Fædd: 21.06.1992.
Atvinnukylfingur frá desember 2009.
LET-sigrar: 2
Nýliði á The Queens.
Twitter: @CarlyBooth92

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ