Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék samtals á einu höggi undir pari á  Open Generali de Strasbourg sem fram fór í Frakklandi. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu hjá atvinnukonum í golfi.

ÓIafía endaði í 23. – 29. sæti (72-73-70) en sigurvegarinn var á 11 höggum undir pari, Oona Vartianen frá Finnlandi, og fékk hún um 800.000 kr. fyrir sigurinn.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék einnig á þessu móti en hún var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn (70-77).

Þetta er sjötta mótið sem þær Valdís og Ólafía taka þátt í á LET-Access mótaröðinni. Valdís var  í 17. sæti á stigalistanum en féll niður í 22. sæti eftir þetta mót. Ólafía var í 20. sæti – en hún fór upp í 19. sæti eftir mótið í Frakklandi.

Það er að miklu að keppa á þessari mótaröð því fimm stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á LET Evrópumótaröð kvenna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ