Site icon Golfsamband Íslands

Ólafía endaði í 15. sæti á LETAS móti í Þýskalandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal 115 keppenda á Hamburg Open golfmótinu á LETAS atvinnumótaröðinni sem fram fór í síðustu viku í Þýskalandi.

Ólafía lék mjög vel á mótinu og endaði í fimmtánda sæti á samtals tveimur höggum yfir pari en LETAS mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröð kvenna í golfi á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Ólafía lék fyrsta hringinn á 74 höggum en hún bætti þann árangur á öðrum degi um eitt högg og lék lokahringinn á 71 höggi. (74-73-71) 218 högg +2.

Lokastaðan:

Ólafía fékk 1.530 stig fyrir árangur sinn og er nú númer sautján á stigalista mótaraðarinnar. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék ekki með á þessu móti.

Exit mobile version