/

Deildu:

Frá vinstri- Bjarki Pétursson, Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Gísli Sveinbergsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Auglýsing

Stefano Mazzello frá Ítalíu sigraði á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem lauk um helgina í Slóvakíu. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári. Mazzello lék á -19 samtals og var einu höggi betri en Gary Hurley frá Írlandi.

Lokastaðan:

Haraldur Franklín Magnús úr GR náði bestum árangri íslensku keppendana en hann endaði í 30. sæti á -11 samtals (64-71-70-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR komst einnig í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi og endaði hann í 47. sæti (67-65-74-74) á -8 samtals.

Axel Bóasson (GK) (68-75-72), Gísli Sveinbergsson (GK) (75-71-70), Andri Þór Björnsson (GR) (79-73-71) og Bjarki Pétursson (GB) (77-79-74) komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn.

Leikið var á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.

Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni.

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands var keppendum til halds og trausts í þessari ferð.

Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðarsson úr GKG tóku þátt í fyrra á þessu móti þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum þriðja keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokahringinn. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót.

Margir þekktir kylfingar hafa sigrað í þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna; Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (Norður-Írland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995.

Árangur íslenskra kylfinga á Evrópumeistaramóti einstaklinga frá árinu 1993:

1993: Úlfar Jónsson 9. sæti. (71-68-70-72) 281 högg:

1994: Björgvin Sigurbergsson 109. sæti (78+78+78) 234 högg, Sigurpáll Geir Sveinsson 103. sæti (78-77-77) 232 högg.

1995: Birgir Leifur Hafþórsson 124. sæti (74-81-82) 237 högg, Björgvin Sigurbergsson 107. sæti (77-77-77) 231 högg.

1996: Birgir Leifur Hafþórsson 31. sæti (72-70-71-74), Kristinn G. Bjarnason 43. sæti (74-73-71-72), Björgvin Sigurbergsson 66. sæti (75-74-71-74).

1997: Björgvin Sigurbergsson 15. sæti (73-69-73-70), Kristinn G. Bjarnason 37. sæti (67-72-75-76), Sigurpáll Geir Sveinsson 42. sæti (77-71-74-70), Þórður Emil Ólafsson (78-79-78) 72.-144. sæti komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

1998: Kristinn G. Bjarnason /76-73-76), Ómar Halldórsson (85-79-74), Þórður Emil Ólafsson (75-74-74), Björgvin Sigurbergsson (72-75-74), Sigurpáll Geir Sveinsson (72-75-74), komust ekki í gegnum niðurskurðinn 73.-144. sæti.

1999: Kristinn Árnason 120. sæti (75-83), Ólafur Már Sigurðsson 138. sæti (81-82).

2000:  Enginn keppandi frá Íslandi.

2001: Ólafur Már Sigurðsson 8.-11. sæti (73-72-70-64), Helgi Birkir Þórisson (75-77-70) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Haraldur Hilmar Heimisson (73-76-73), komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2002: Sigurpáll Geir Sveinsson (80-75-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Örn Ævar Hjartarson (73-82-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Heiðar Davíð Bragason (83-77-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Helgi Birkir Þórisson (83-84-80) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2003: Sigurpáll Geir Sveinsson (74-71-75-71) 15.-20. sæti, Guðmundur Einarsson (76-82-75) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Heiðar Davíð Bragason (81-81-76) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Birgir Vigfússon (82-77-84) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2004: Heiðar Davíð Bragason (70-74-70-75) 34.-38. sæti, Örn Ævar Hjartarson (75-78-69) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Stefán Már Stefánsson (81-72-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Magnús Lárusson (78-82-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2005: Heiðar Davíð Bragason (74-80-73) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ólafur B. Loftsson (78-80-77) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Magnús Lárusson (82-79-82) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Kristján Þór Einarsson (83-83-81) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2006: Stefán Már Stefánsson (80-81-77) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ottó Sigurðsson (84-82-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2007: Sigmundur Einar Másson (75-82-71) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2008: Ólafur Björn Loftsson (77-75) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2009: Enginn keppandi frá Íslandi.

2010: Ólafur Björn Loftsson (77-76-74) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2011: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (73-78-81) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ólafur Björn Loftsson (77-76-70) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2012: Axel Bóasson (71-74-68-70) 8.-12. sæti, Ólafur Björn Loftsson (77-72-73) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Kristján Þór Einarsson (76-74-72) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2013: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (77-76-72-74) 31.-38. sæti, Haraldur Franklín Magnús (75-78-75), Axel Bóasson (81-80-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2014: Haraldur Franklín Magnús (75-79-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ragnar Már Garðarsson (82-75-73).

2015: Haraldur Franklín Magnús (GR), 30. sæti, -11 (64-71-70-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), 47. sæti, -8 (67-65-74-74).

Axel Bóasson (GK) (68-75-72), Gísli Sveinbergsson (GK) (75-71-70), Andri Þór Björnsson (GR) (79-73-71) og Bjarki Pétursson (GB) (77-79-74) komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ