Auglýsing

LEK – Landasamband eldri kylfinga hefur um árabil sent lið á Evrópumót eldri kylfinga 50+ ESGA. Í ár var ESGA mótið sem er stóra mótið hjá ESGA haldi í Póllandi 19. – 23. Júní 2017.

Spilað var á tveim völlum í nágrenni GDYNIA við frábærar aðstæður.

Meistaramótið sem er höggleikur án forgjafar fór fram á Postolowo með þáttöku 21 þjóðar.
Bikarmótið sem er höggleikur með forgjöf fór fram á Sierra vellinun með þátttöku 23 þjóða.
Bæði liðin stóðu sig frábærlega vel og enduðu hvor fyrir sig í 5 sæti og munaði aðeins einu höggi á Íslenska liðinu og því Sænska í Meistaramótinu og tveim höggum á Íslenska liðinu og því Spánska í Bikarmótinu og og er það besti árangur íslenskra lið í þessum mótum og er til marks um þann styrk og kraft sem felst í starfi eldri kylfinga á Íslandi.

„ Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði allir sem einn og er í mínum huga klárt að góður liðsandi og ríkt keppnisandi komu okkar mönnum áleiðis og síðan var liðið samsett af frábærum kylfingum með góða keppnisreynslu. Árangur liðanna sýnir að íslenskir kylfingar eldri en 55 ára standa vel í samanburði við aðrar þjóðir og er okkur klárlega hvatning til áframhaldansi starfs innan LEK og í tengslum við GSÍ,“ sagði Jón B. Stefánsson formaður LEK og farastjóri í ferðinni.

Samhliða liðakeppninni var einstaklingskeppni og í Meistaramótinu var Gunnar Páll Þórisson jafn í 10 sæti í og Gauti Grétarsson jafn í 18 sæti af 125 kylfingum og í Bikarmótinu varð Guðmundur Ágúst Guðmundsson jafn í 14 sæti og Þorsteinn Reynir Þórsson jafn í 16 sæti af 136 kylfingum.

Næstu verkefni á erlendri grundu hjá LEK eru ESGA mót kylfinga 70+ sem haldið verður í Tékkóslóvakíu 16-20. Júlí, EGA mót kylfinga 50+ sem haldi verðir í Svíþjóð 5-9 september EGA mót kvenna 50+ sem haldið verður í Slóvakíu 4- 10 september. Þessu til viðbótar er ráðgert að lið á vegum LEK spili vináttuleik við Norðmenn í Noregi í september.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ