/

Deildu:

Slegið í golfhermi á Akranesi.
Auglýsing
Golfklúbburinn Leynir hefur sett upp golfhermi í vélaskemmu sem er beint upp af æfingasvæðinu Teigum á Garðavelli. Golfhermirinn og inniaðstaðan mun verða opin út mars n.k. Hægt er að leika mikið af völdum golfvöllum um allan heim og má þar nefna Bay Hill (USA/Florida), The Belfry (Bretland), Firestone (USA), Gleneagles (Skotland) og ásamt mörgum öðrum spennandi golfvöllum víða um heim.

Á dögunum var haldið opið hús þar sem félagsmönnum var gefið tækifæri til að koma og kynna sér golfherminn og inniaðstöðuna.

Til að nálgast upplýsingar um lausa tíma er félagsmönnum bent á að fara inn á eftirfarandi dagatal og skoða:

https://teamup.com/ks4b32b6ed0dff53fc/

Þegar búið er að finna tíma skal senda póst á leynir@leynir.is með nauðsynlegum upplýsingum eða hringja á skrifstofu GL í síma 431-2711.

Það tekur um 3 klukkustundir fyrir fjóra kylfinga að leika 18 holur.

Verðskrá:
Verð pr. 1 klst : 2.000 kr. (Verð er fyrir stakan klukkutíma óháð fjölda kylfinga sem nýta tímann)
Verð pr. 18 holur (3 klst): 4.000 kr. (Verð er óháð fjölda kylfinga sem nýta tímann)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ