/

Deildu:

Auglýsing

Nýr vefur golf.is verður opnaður í dag, fimmtudaginn 24. maí, en vefurinn er með þeim fjölsóttustu á Íslandi yfir sumartímann.

Vefurinn er hannaður þannig að hann stillir sig sjálfvirkt af fyrir þau tæki sem birta hann og hentar vefurinn því jafnvel til skoðunar á borðtölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum.

Þetta er afar mikilvægt þar sem sífellt stærri hópur kylfinga styðst eingöngu við snjallsíma við leit að rástímum og skráningu á skori.

Golf vinir

Áhersla er lögð á að auðvelda skráningu í rástíma og gefst nú kylfingum kostur á að bæta við golf vinum sem auðveldar skráningu í rástíma og að finna ritara.

Kylfingar senda vinabeiðni og ef hún er samþykkt geta þeir skráð viðkomandi með sér í rástíma og finna hann alltaf sem ritara þegar þarf að samþykkja skorkort.

Þótt vefurinn verði opnaður í dag verður hann þróaður áfram og verður í mótun næstu vikur og mánuði.

Ábendingar frá kylfingum um það sem betur má fara eru því afar vel þegnar.

Einfalt er að senda inn skilaboð með því að smella á Hugmyndir og ábendingar (broskallinn vinstra meginn) auk þess sem hægt er að senda ábendingar á vefur@golf.is

author avatar
Sigurður Elvar

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ