/

Deildu:

Auglýsing

Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) hefur samþykkt og gefið út lista yfir yfir efni og aðferðir sem bönnuð eru og tekur sá listi gildi 1. janúar 2023. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍSÍ.

Á heimasíðu stofnunarinnar má finna listann, ásamt yfirliti yfir breytingar á milli lista og uppfærðan lista yfir efni sem ekki eru á listanum en WADA er með til frekari skoðunar.

Á heimasíðu Lyfjaeftirlits Íslands má alltaf ganga að þeim lista vísum sem er í gildi hverju sinni.

Hlutverk lyfjaeftirlits er fyrst og fremst að vernda hreint íþróttafólk og standa vörð um að íþróttir séu iðkaðar á jafnréttisgrundvelli. Lyfjaeftirlit Íslands var stofnað í apríl 2018, og tók um leið við lyfjaeftirliti í íþróttum af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sem hafði séð um slíkt eftirlit síðan 1989.

Lyfjaeftirlit Íslands skipuleggur og framkvæmir lyfjaeftirlit í íþróttum skv. Alþjóðalyfjareglunum og Evrópu- og UNESCO sáttmálunum um lyfjaeftirlit í íþróttum.

Lyfjaeftirlit Íslands sér um framkvæmd lyfjaeftirlits meðal íþróttafólks á Íslandi. Lyfjaeftirlitið starfar samkvæmt reglum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA.

Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin var stofnuð árið 1999 fyrir tilstuðlan Ólympíuhreyfingarinnar og ríkisstjórna heimsins í þeim tilgangi að berjast gegn lyfjamisnotkun í íþróttum. Hlutverk WADA er að efla og samræma lyfjaeftirlit í heiminum sem og að fylgjast með framkvæmd lyfjaeftirlits og baráttunni gegn lyfjamisnotkun í allri sinni mynd, um allan heim.

Lyfjaeftirlitið er einn mikilvægra þátta til að stuðla að lyfjalausum íþróttum. Alþjóðlegt lyfjaeftirlit er framkvæmt í samræmi við Alþjóða lyfjaeftirlitsreglurnar (World Anti Doping Code) og alþjóðlega staðla WADA um lyfjaeftirlit.

Íþróttamaður sem keppir hvort heldur er innanlands eða á alþjóðavettvangi, má eiga von á að vera boðaður í lyfjapróf hvar og hvenær sem er. Lyfjaeftirlitið getur verið framkvæmt á keppnisstað í tengslum við keppni, eða utan keppni, t.d. á æfingu eða heima hjá viðkomandi keppanda, án nokkurrar viðvörunar. Viðurkenndir lyfjaeftirlitsaðilar sjá um framkvæmd eftirlitsins.

Öflugt lyfjaeftirlit er afar mikilvægt – fyrir allt íþróttafólk og allar íþróttir.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ