/

Deildu:

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Garðavelli 2016. Mynd/GBH
Auglýsing

Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá LEK 2. september þá hefur stjórnin ákveðið að senda landslið 50 ára og eldri til þátttöku í Svíþjóð á næsta ári. Til upplýsingar birtist hér hluti af fréttatilkynningunni:

„Í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað innan stjórnar og vegna þeirrar niðurstöðu sem varð í kosningu í stjórn ESGA í Noregi nú í sumar og varðar aldursmörk í mótum á vegum ESGA hefur stjórn LEK samþykkt að gera eftirfarandi breytingar:

Öldungamótaröð LEK verður haldin með óbreyttu sniði, en þó þannig að þeir kylfingar sem náð hafa 50 ára aldri fyrir 1.keppnisdag ár hvert hafa þátttökurétt, þrátt fyrir samþykkt ESGA. Þannig geta kylfingar sem ekki hafa náð 55 ára aldri orðið meistarar á Öldungamótaröð LEK, en hafa þó ekki þátttökurétt á mótum á vegum ESGA.

Stjórn LEK telur þessa breytingu til framdráttar starfsemi og mótahaldi LEK, enda skynsamlegt að halda sömu aldursmörk og samþykkt hafa verið hjá GSÍ.

Í ljósi þessara breytinga verður framvegis keppt til landsliða í eftirfarandi flokkum:
Landslið KK 50 ára og eldri, án forgjafar.

Gjaldgengir væru allir þeir aðilar sem hafa náð fyrrgreindum aldursmörkum og hafa að hámarki 9 í forgjöf.

Þeir aðilar sem ná 6 efstu sætum í keppni sumarsins, þ.e. Öldungamótaröðinni, skipa þannig karlalandslið Íslands 50 ára og eldri, án forgjafar og tækju þátt fyrir Íslands hönd í árlegu móti áhugamanna, sem haldin er á vegum EGA. Á næsta ári fer þetta mót fram í Svíþjóð í lok ágúst.

Breyting þessi tekur strax gildi og LEK sendir landslið í þessum aldursflokk næsta sumar i skv. stigalista og árangri á mótaröðinni á árinu 2016. Með þessu er LEK að koma til móts við þá aðila sem ekki hafa náð 55 ára aldri, en tóku þó þátt í mótaröðinni í sumar, í kjölfar þeirra breytinga sem LEK ákvað og kunnar eru.’’

Nú er eitt mót eftir í Öldungamótaröðinni, en það mót verður í Grafarholtinu 17. september. Á því móti munu úrslit ráðast bæði í Öldungamótaröðinni og einnig hverjir skipa landslið á næsta ári. Mikil spenna er í öllum flokkum og hvetur stjórn LEK kylfinga til að taka þátt í þessu móti. Daginn eftir þann 18. September er svo Golfgleði LEK sem fram fer hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar.

[pull_quote_right]Mikil spenna er í öllum flokkum og hvetur stjórn LEK kylfinga til að taka þátt í þessu móti. [/pull_quote_right]

Stigatafla karlar +50 ára án forgjafar. 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ