Auglýsing

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi í dag, 24. febrúar og fela þær í sér umtalsverðar tilslakanir, að tillögu sóttvarnalæknis og með hliðsjón af góðri stöðu á kórónaveirufaraldrinum hér á landi. Nýja reglugerðin gildir til 17. mars nk.

Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið í landinu er að nú verður heimilt að hafa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Ef setið er á viðburðinum þá þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

  • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum.
  • Gestir/áhorfendur mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
  • Þátttaka allra gesta/áhorfenda skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
  • Allir skulu nota andlitsgrímu.
  • Koma verður, eins og kostur er, í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í leikhléi.

Ef áhorfendur eru standandi þá gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.

Aðrar breytingar sem varða íþróttastarfið:

  • Gestir á sund- og baðstöðum mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda og gestir heilsu- og líkamsræktarstöðva mega vera 75% af hámarksfjölda en þó 50 manns að hámarki í hverju rými.
  • Skíðasvæðum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðið.
  • Fjöldi þátttakenda á æfingum og í keppni barna og ungmenna fædd 2005 og síðar er nú leyfilegur 150.

Nánar má lesa um málið í frétt á vef stjórnarráðsins.

Reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi 24. febrúar og gildir til 17. mars 2021.

Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 21. febrúar 2021.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ