Auglýsing

Nettó-mótinu sem fram átti að fara dagana 8.-10. júní á Leirdalsvelli hefur verið frestað.

Mótið er hluti af Unglingamótaröð GSÍ og er Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar framkvæmdaraðili mótsins.

Í tilkynningu frá GKG kemur fram að Leirdalsvöllur verður ekki tilbúinn á þeim tíma sem mótið átti að fara fram.

Mótið verður haldið 2.-4. ágúst í staðinn.

Áskorendamótinu sem átti að fara fram 9. júní hjá GKG hefur einnig verið frestað. Það fer fram þann 3. ágúst á Mýrinni.

Deildu:

Auglýsing
 
Auglýsing
 

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ